Enski boltinn

Van Persie stöðvaður af löreglunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Persie þakkar stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn á miðvikudag.
Van Persie þakkar stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn á miðvikudag. Vísir/Getty
Robin van Persie, hollenski framherjinn í liði Manchester United, var stoppaður af lögreglunni á leið sinni á æfingu á fimmtudagsmorgun.

Hollendingurinn var að keyra M60 Range Rover bíl sinn þegar hann var stöðvaður af Manchester-lögreglunni. Hann ræddi þar við kvennkyns lögregluvörð.

Van Persie var að endingu einungis sendur í burt með aðvörðun, en líklegt er að hann hafi verið að keyra eilítið yfir hámarkshraða.

Óvíst er með þáttöku Persie í bikarleiknum gegn Preston á mánudag, en hann er tæpur eftir sigurinn gegn Burnley á miðvikudag.

Þeir Daley Blind og Phil Jones eru einnig tæpir, en leikurinn er liður í 16-liða úrslitum enska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×