Enski boltinn

Kóngurinn sá um Stoke | Yakubu skaut Reading áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
King var í stuði gegn Stoke.
King var í stuði gegn Stoke. Vísir/Getty
Úrvalsdeildarliðið Stoke féll úr enska bikarnum eftir 4-1 tap gegn Blackburn Rovers á útivelli. Nígeríumaðurinn Yakubu skaut Reading áfram.

Peter Crouch kom Stoke yfir eftir tíu mínútna leik, en eftir það gekk allt á afturfótunum hjá Stoke. Joshua King jafnaði metin eftir 36. mínútna leik.

Geoff Cameron gerðist svo brotlegur í liði Stoke rétt fyrir hálfleik og vítaspyrna var dæmt. Cameron fékk að líta rauða spjaldið. Rudy Gestede steig á punktinn og skoraði af öryggi.

Joshua King bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik og þrenna staðreynd hjá honum. Lokatölur 4-1 Blackburn í vil.

Reading vann Derby í B-deildarslag í bikarnum. Hal Robson-Kanu kom Reading yfir í síðari hálfleik, en Darren Bent var ekki lengi að jafna. Yakubu skoraði svo sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok.

Blackburn og Reading því komið í átta liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×