Enski boltinn

Jóhann Berg á skotskónum fyrir Charlton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Charlton.
Jóhann Berg í leik með Charlton. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum fyrir Charlton þgar liðið sigraði Brentford örugglega á heimavelli í dag, 3-0. Jóhann Berg skoraði fyrsta mark leiksins.

Þeir Igor Vetokele og Frederic Bulot bættu við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins.

Charlton er í átjánda sæti deildarinnar, en Brentford er í því sjöunda.

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði í níu mínútur í ansi fjörugu tapi Bolton gegn Watford á heimavelli. Lokatölur 4-3 sigur Watford, en Watford var 3-2 yfir þegar Eiður kom inná.

Bolton er í fimmtánda sæti með 37 stig, en Watford er í fimmta með 56.

Úrslit dagsins:

AFC Bournemouth - Huddersfield 1-1

Blackpool - Nottingham Forest 4-4

Bolton - Watford 3-4

Charlton - Brentford 3-0

Fulham - Ipswich 1-2

Leeds United - Millwall 1-0

Norwich - Wolves 2-0

Sheffield Wednesday - Brighton Albion 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×