Enski boltinn

Derby í basli gegn Kára og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason, leikmaður Rotherham.
Kári Árnason, leikmaður Rotherham. Vísir/Getty
Rotherham komst í 3-1 forystu gegn Derby í ensku B-deildinni í kvöld en mátti sætta sig við 3-3 jafntefli að lokum. Derby er í öðru sæti B-deildarinnar og þetta var annað jafntefli liðsins í röð.

Paul Green, Richard Smallwood og Matt Derbyshire skoruðu mörk Rotherham en Tom Ince fyrir Derby í fyrri hálfleik.

Ince skoraði öðru sinni á 63. mínútu áður en Darren Bent skoraði jöfnunarmark Derby átta mínútum fyrir leikslok.

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Rotherham sem er í 20. sæti deildarinnar með 34 stig.

Aron Einar Gunnarsson spilaði fyrstu 80 mínúturnar er Cardiff gerði 1-1 jafntefli gegn Blackburn. Cardiff er í fimmtánda sæti með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×