Enski boltinn

Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Saga Axels Rúnars Guðmundssonar er mögnuð og var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" sem er í umsjón Kristján Más Unnarssonar.

Axel Rúnar fékk sumarið 1986 að fara til Englands þar sem hann var á reynslu hjá stórliði Manchester United. Er hann eini Íslendingurinn sem hefur spilað með aðalliði félagsins.

Það var sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, sem kom þessu á í gegnum vinskap sinn við Sir Matt Busby, einn frægasta knattspyrnustjóra Manchester United frá upphafi og goðsögn í enskri knattspyrnusögu.

Kristján Már, ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni, heimsóttu Axel Rúnar og skoðuðu með honum safn sem Róbert Jack, sonur prestsins, kom á fót til minningar um tengsl föður síns við enska og skoska knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×