Enski boltinn

Messan: Góð regla að snerta stöngina

„Ég hélt að Twitter ætlaði á hliðina. Guð var mættur," sagði Guðmundur Benediktsson og vitnaði þar í markið hjá Daniel Sturridge um síðustu helgi.

Menn voru þó ekki alveg sannfærðir um vinnuna hjá markverði West Ham.

„Þetta er vel slúttað en Adrian er ekki nálægt því að verja þetta. Það er ein góð regla, Gummi, ef þú ferð einhvern tímann í markið að koma stundum aðeins við stöngina. Finnst þér það ekki gott, Gulli?" spyr Hjörvar og Gunnleifur svarar.

„Nei, það þarf ekkert endilega að snerta stöngina. Það er alltaf verið að tala um að markverðir þurfa að taka nærsvæðið og bera ábyrgð á því. Þeir þurfa samt að verja allt markið."

Umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×