Enski boltinn

Hnéaðgerð neyddi Redknapp til þess að segja upp

Harry Redknapp.
Harry Redknapp. vísir/getty
Óvænt tíðindi bárust úr enska boltanum í dag þegar Harry Redknapp sagði upp starfi sínu sem knattspyrnustjóri QPR.

Redknapp tók við starfinu í nóvember árið 2012 og stýrði liðinu í 105 leikjum.

Les Ferdinand, fyrrum leikmaður félagsins og unglingaþjálfarinn Chris Ramsey taka við liðinu til bráðabirgða.

Redknapp er á leið í hnéaðgerð fljótlega og getur því einbeitt sér að ná bata.

„Því miður þarf ég að fara í þessa aðgerð sem fyrst en hún mun gera það að verkum að ég get ekki sinnt starfinu í nokkrar vikur. Ef ég get ekki gefið 100 prósent þá vil ég frekar að einhver taki við af mér," sagði Redknapp.

Redknapp segist skilja í góðu og segir að tíminn hjá félaginu hafi verið frábær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×