Enski boltinn

Fellaini mataði Mata | Sjáðu bikarmarkið hjá Spánverjanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Mata skoraði fyrsta markið eftir skalla frá
Juan Mata skoraði fyrsta markið eftir skalla frá vísir/getty
Manchester United er að vinna D-deildarliðið Cambridge í enska bikarnum í fótbolta, en liðið náði 1-0 forystu með marki Juan Mata á 25. mínútu leiksins.

Eftir pressu frá heimamönnum skoraði Spánverjinn með skoti af stuttu færi í slána og inn, en hann fékk skallasendingu frá Marouane Fellaini.

Ángel di María gaf boltann fyrir markið þar sem Belginn stóri skallaði hann fyrir fætur Mata sem skoraði fyrsta markið.

Cambridge fékk dauðafæri eftir 50 sekúndur en skoraði ekki og  var refsað fyrir það 25 mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×