Þar öttu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, kappi í léttri þraut í anda Skólahreysti ásamt nemendum Hagaskóla og fór svo að lið forsætisráðherra hafði betur. Athygli vakti að Sigmundur var klæddur einum leðurskó og einum íþróttaskó í þrautinni líkt og hann gerði vegna sýkingar í fæti þegar hann hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í september árið 2013.
Jóhannes Þór segir forsætirsráðherra ekki glíma við þann kvilla í dag heldur var þetta til gamans gert.
„Það var ekkert slíkt vandamál á ferðinni í þetta sinn. Þetta var bara til gamans og árangurs gert. Þetta var svona taktískt forskot á menntamálaráðherra,“ segir Jóhannes Þór.
Myndband af Lífshlaupi Illuga og Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan en einnig er hægt að sjá það á Facebook-síðu Lífshlaupsins.