Enski boltinn

Markalaust í tíðindalitlum Liverpoolslag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gerrard reyndi hvað hann gat í líklega síðasta leik sínum gegn Everton.
Gerrard reyndi hvað hann gat í líklega síðasta leik sínum gegn Everton. Vísir/Getty
Everton og Liverpool skildu jöfn í markalausum og tíðindalitlum nágranaslag á Goodison Park í Liverpool.

Ungstirnið Jordan Ibe leikmaður Liverpool komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar hann skaut rétt utan vítateigs í stöngina.

Liverpool var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en átti í vandræðum með að skapa sér afgerandi færi.

Bæði lið léku þéttan og vel skipulagðan varnarleik sem sóknir liðanna áttu í vandræðum með að brjóta á bak aftur og því var ekki skorað mark í leiknum.

Everton komst næst því að skora í seinni hálfleik þegar Simon Mignolet varði frá Seamus Coleman seint í leiknum.

Liverpool er með 39 stig í 7. sæti deildarinnar. Everton er með 27 stig í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×