Enski boltinn

Jóhann Berg skoraði fyrir Charlton

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jóhann Berg mundar vinstri fótinn
Jóhann Berg mundar vinstri fótinn vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilegt mark fyrir Charlton sem tapaði 3-1 á útivelli fyrir Middlesbrough í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Middlesbrough komst fyrir strax á 6. mínútu en Jóhann Berg jafnaði metin með glæsilegu skoti á 37. mínútu.

Það dugði þó ekki til því Middlesbrough hóf seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, með marki snemma. Boro gerði svo út um leikinn tveimur mínútum fyrir leikslok.

Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á bekknum þegar Bolton steinlá á útivelli fyrir Derby 4-1. Eiður Smári spilaði 20 síðustu mínútur leiksins en þá höfðu öll mörkin verið skoruð í leiknum.

Kári Árnason var að vanda í byrjunarliði Rotherham sem lagði Ipswich Town 2-0 á heimavelli. Kári lék allan leikinn.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×