Enski boltinn

Kostaði þetta Pearson starfið? | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nigel Pearson var í dag rekinn sem knattspyrnustjóri botnliðs Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en enskir fjölmiðlar greina frá því að síðasta hálmstráið hafi verið atvik sem átti sér stað í 1-0 tapi liðsins gegn Crystal Palace í gær.

James McArthur, leikmaður Crystal Palace, rakst óvart utan í Pearson sem féll til jarðar. Pearson brást hinn versti við og tók McArthur kverkataki, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Pearson sagði að hann hafi brugðist svona við vegna þess að McArthur sagði eitthvað við hann, sem hann vildi ekki greina frá. Þess má svo geta að Pearson var dæmdur í bann og sektaður í desember fyrir að segja stuðningsmanni að „fara til fjandans og deyja“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×