Enski boltinn

Liverpool búið að bjóða Sterling ótrúlegan samning

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling er framtíðarstjarna Liverpool og enska landsliðsins.
Raheem Sterling er framtíðarstjarna Liverpool og enska landsliðsins. vísir/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Tottenham annað kvöld að búið væri að bjóða Raheem Sterling ótrúlegan samning.

Núgildandi samningur Sterlings rennur út sumarið 2017, en Liverpool hefur átt í viðræðum við umboðsmenn hans í nokkra mánuði um framlengingu á honum.

Aðilar hafa ekki náð sáttum en Rodgers segir engin vandamál í gangi og Sterling sé sjálfur ánægður í herbúðum liðsins.

„Þetta er ótrúlegur samning fyrir svona ungan leikmann. Ég hef talað margsinnis við Raheem og hann er mjög, mjög ánægður,“ segir Rodgers.

„Hann hefur fengið tækifæri til að spila hérna og menn eru verðlaunaðir sem eiga það skilið. En við erum ekki félag sem borgar langt yfir því sem menn eru verðmetnir á.“

„Þar er ég samt ekki að tala um Raheem heldur bara almennt. Við viljum verðlauna okkar bestu menn sem eru stór hluti af framtíð félagsins.“

„Ef þeir fá of mikið of snemma getur það skemmt fyrir þróun þeirra sem knattspyrnumenn. Þess vegna tölum við mikið við leikmennina okkar og þá sem standa þeim nærri,“ segir Brendan Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×