Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2015 18:23 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru talsvert afdráttarlausari í þeirri afstöðu sinni að afla eigi gagna um skattaskjól sem íslenska ríkinu stendur nú til boða en þingmenn stjórnarflokkanna, ef marka má viðtöl í Reykjavík síðdegis í dag. Allir þeir þingmenn sem rætt var við í þættinum vilja líta til nágrannaþjóða okkar, þá sérstaklega Þjóðverja, varðandi það hvernig kaup á gögnunum ætti að fara fram.Megum ekki láta plata okkur Skattrannsóknarstjóri hefur um nokkra stund staðið í viðræðum við óþekktan, erlendan aðila um möguleg kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum utan landsteinanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi í fréttum RÚV í gær seinagang skattrannsóknarstjóra í málinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir alveg ljóst að skoða eigi það að kaupa gögnin, geti þau upplýst um skattsvik og sé það gert með löglegum hætti. „Við verðum í raun að sjá hvernig þetta hefur verið gert hjá þeim þjóðum sem hafa gert þetta með góðum árangri,“ segir Frosti. „Ég reikna með því að skattrannsóknarstjóri sé að vanda sig við þetta.“Sjá einnig: „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Hann leggur áherslu á það að gögnin megi ekki vera fengin með ólögmætum hætti, meðal annars vegna þess að það gæti ónýtt mál gegn skattsvikurum fyrir dómi. „Að sjálfsögðu getur ýmislegt farið úrskeiðis,“ segir hann. „Það gæti til dæmis verið að gögnin reynist algjörlega gagnslaus. Og þá er maðurinn með ferðatöskuna fulla af peningum horfinn. Við megum ekki láta plata okkur.“Skiptir máli að framkvæmdin standist allar reglur „Ég held að við séum öll sammála um að það er forgangsmál að reyna að koma í veg fyrir skattsvik og upplýsa um þau,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hinsvegar er þetta mál aðeins snúnara en það, virðist vera, því þetta snýst væntanlega um það að við séum að greiða fyrir eitthvað sem var ekki fengið með löglegum hætti.“ Guðlaugur kveðst sammála því að skoða eigi hvernig Þjóðverjar stóðu að svipaðri framkvæmd. Hann segir það skipta máli að framkvæmdin standist allar reglur réttarríkisins. „Miðað við það sem maður heyrir í fjölmiðlum, þá virðist ekki allt vera á hreinu,“ segir hann. „Ef þetta getur hjálpað til þess að upplýsa um skattsvik, þá er það auðvitað eitthvað sem maður vill sjá. En maður skilur alveg að embætti skattrannsóknarstjóra vilji vanda sig þegar það kemur að þessu.“Sjá einnig: Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjólSkipti ekki öllu máli hver eigi gögnin Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í dag efast um vilja fjármálaráðherra til að kaupa gögnin. Hún segir það mjög mikilvægt að ná í gögnin og segist ekki skilja „flumbrugang“ við það að taka af skarið. „Það er mikill vilji meðal almennings á Íslandi að þessi gögn verði keypt,“ segir Birgitta. „Mér finnst svolítið skrýtið, ég verð að segja það, að fjármálaráðherra skýli sér á bak við eitthvað sem Þýskalandsstjórn skýlir sér ekki á bak við.“ Birgitta segir það ekki skipta öllu máli hver sé ábyrgur fyrir gögnunum. Það sé „fráleitt“ að viðkomandi þurfi að uppljóstra því fyrir fjármálaráðherra. „Ef við ætlum að hafa það viðhorf að það sé ekki hægt að taka mark á neinu nema við vitum hver uppljóstrarinn sé, þá erum við í vondum málum.“ Birgitta tekur undir það að okkur beri að læra af framkvæmd Þjóðverja. „Þjóðverjar eru fyrst og fremst „praktísk þjóð“ og þeir myndu ekki gera svona nema það væri þjóðhagslega hagkvæmt,“ segir hún.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBCSvipað og nafnlaus ábending „Ég er eiginlega dapur yfir því hvað þetta hefur gengið treglega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. „Það hefur verið seinagangur að fá botn í það hvort þarna séu upplýsingar sem hægt sé að vinna úr og kæmu að liði. Mér finnst það ekki gott þegar fjármálaráðherra sendir skattrannsóknarstjóra tóninn. Heldur þyrftu ráðuneytið og skattayfirvöld að vinna að þessu saman.“ Steingrímur segist ekki telja neitt að því að taka við svona upplýsingum, og eftir atvikum greiða fyrir þær. „Það má líta á þetta svipað og nafnlausa ábendingu sem menn geta fylgt eftir og skoðað,“ segir hann. „Ef menn eru með einhverja viðkvæmni fyrir því hvernig þessum upplýsingum var aflað, þá skil ég það sjónarmið. En á móti kemur að skattayfirvöld geta á þeim grunni notað sínar valdheimildir og sínar aðferðir, sem að sjálfsögðu eru fullkomlega löglegar.“Innslagið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45 Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru talsvert afdráttarlausari í þeirri afstöðu sinni að afla eigi gagna um skattaskjól sem íslenska ríkinu stendur nú til boða en þingmenn stjórnarflokkanna, ef marka má viðtöl í Reykjavík síðdegis í dag. Allir þeir þingmenn sem rætt var við í þættinum vilja líta til nágrannaþjóða okkar, þá sérstaklega Þjóðverja, varðandi það hvernig kaup á gögnunum ætti að fara fram.Megum ekki láta plata okkur Skattrannsóknarstjóri hefur um nokkra stund staðið í viðræðum við óþekktan, erlendan aðila um möguleg kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum utan landsteinanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi í fréttum RÚV í gær seinagang skattrannsóknarstjóra í málinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir alveg ljóst að skoða eigi það að kaupa gögnin, geti þau upplýst um skattsvik og sé það gert með löglegum hætti. „Við verðum í raun að sjá hvernig þetta hefur verið gert hjá þeim þjóðum sem hafa gert þetta með góðum árangri,“ segir Frosti. „Ég reikna með því að skattrannsóknarstjóri sé að vanda sig við þetta.“Sjá einnig: „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Hann leggur áherslu á það að gögnin megi ekki vera fengin með ólögmætum hætti, meðal annars vegna þess að það gæti ónýtt mál gegn skattsvikurum fyrir dómi. „Að sjálfsögðu getur ýmislegt farið úrskeiðis,“ segir hann. „Það gæti til dæmis verið að gögnin reynist algjörlega gagnslaus. Og þá er maðurinn með ferðatöskuna fulla af peningum horfinn. Við megum ekki láta plata okkur.“Skiptir máli að framkvæmdin standist allar reglur „Ég held að við séum öll sammála um að það er forgangsmál að reyna að koma í veg fyrir skattsvik og upplýsa um þau,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hinsvegar er þetta mál aðeins snúnara en það, virðist vera, því þetta snýst væntanlega um það að við séum að greiða fyrir eitthvað sem var ekki fengið með löglegum hætti.“ Guðlaugur kveðst sammála því að skoða eigi hvernig Þjóðverjar stóðu að svipaðri framkvæmd. Hann segir það skipta máli að framkvæmdin standist allar reglur réttarríkisins. „Miðað við það sem maður heyrir í fjölmiðlum, þá virðist ekki allt vera á hreinu,“ segir hann. „Ef þetta getur hjálpað til þess að upplýsa um skattsvik, þá er það auðvitað eitthvað sem maður vill sjá. En maður skilur alveg að embætti skattrannsóknarstjóra vilji vanda sig þegar það kemur að þessu.“Sjá einnig: Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjólSkipti ekki öllu máli hver eigi gögnin Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í dag efast um vilja fjármálaráðherra til að kaupa gögnin. Hún segir það mjög mikilvægt að ná í gögnin og segist ekki skilja „flumbrugang“ við það að taka af skarið. „Það er mikill vilji meðal almennings á Íslandi að þessi gögn verði keypt,“ segir Birgitta. „Mér finnst svolítið skrýtið, ég verð að segja það, að fjármálaráðherra skýli sér á bak við eitthvað sem Þýskalandsstjórn skýlir sér ekki á bak við.“ Birgitta segir það ekki skipta öllu máli hver sé ábyrgur fyrir gögnunum. Það sé „fráleitt“ að viðkomandi þurfi að uppljóstra því fyrir fjármálaráðherra. „Ef við ætlum að hafa það viðhorf að það sé ekki hægt að taka mark á neinu nema við vitum hver uppljóstrarinn sé, þá erum við í vondum málum.“ Birgitta tekur undir það að okkur beri að læra af framkvæmd Þjóðverja. „Þjóðverjar eru fyrst og fremst „praktísk þjóð“ og þeir myndu ekki gera svona nema það væri þjóðhagslega hagkvæmt,“ segir hún.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBCSvipað og nafnlaus ábending „Ég er eiginlega dapur yfir því hvað þetta hefur gengið treglega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. „Það hefur verið seinagangur að fá botn í það hvort þarna séu upplýsingar sem hægt sé að vinna úr og kæmu að liði. Mér finnst það ekki gott þegar fjármálaráðherra sendir skattrannsóknarstjóra tóninn. Heldur þyrftu ráðuneytið og skattayfirvöld að vinna að þessu saman.“ Steingrímur segist ekki telja neitt að því að taka við svona upplýsingum, og eftir atvikum greiða fyrir þær. „Það má líta á þetta svipað og nafnlausa ábendingu sem menn geta fylgt eftir og skoðað,“ segir hann. „Ef menn eru með einhverja viðkvæmni fyrir því hvernig þessum upplýsingum var aflað, þá skil ég það sjónarmið. En á móti kemur að skattayfirvöld geta á þeim grunni notað sínar valdheimildir og sínar aðferðir, sem að sjálfsögðu eru fullkomlega löglegar.“Innslagið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45 Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00
Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23
Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54
Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45
Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent