Enski boltinn

Ótrúleg tilviljun | Gamli maðurinn var ekki búinn að gleyma þessum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tommy Lawrence.
Tommy Lawrence. Mynd/Youtube
Fréttamaður BBC fékk óvæntan bónus í viðtali við eldri mann í miðbæ Liverpool en hann var að spyrja gandandi fólk um hvort að það myndi eftir frægum leik milli Liverpool og Everton.

Verkefni Stuart Flinders, sjónvarpsmanns BBC, var að spyrja fólk út á götunni út í derby-leik Liverpool og Everton frá árinu 1967.

Hann hitti meðal annars gamlan mann í miðbæ Liverpool og spurði hann út í leikinn en hann hafði ekki hugmynd um það að gamli maðurinn var í raun markvörður Liverpool-liðsins í umræddum leik.

Tommy Lawrence var markvörður Liverpool í leiknum sem fór fram á Goodison Park en leikurinn var einnig sýndur á stórum skjá á Anfield Road.

Tommy Lawrence er orðinn 74 ára gamall en hann lék 306 leiki fyrir Liverpool á árunum 1957 til 1971.

Viðtal Stuart Flinders hefur vakið heimsathygli eins og hann fór yfir í öðru innslagi á BBC-vefsíðunni sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×