Utanríkisráðherra segir ESB hafa breyst Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2015 12:24 Utanríkisráðherra segir væntanlega tillögu um viðræðuslit við ESB verða svipaða og fyrri tillögu en rökstuðningur og greinargerð taki breytingum. Utanríkisráðherra gerir ekki ráð fyrir að væntanleg tillaga hans um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði öðruvísi en fyrri tillaga, en röksemdir í greinargerð verði væntanlega aðrar. Hins vegar verði staðið við þá stefnu stjórnarflokkanna að viðræður verði ekki teknar upp að nýju án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom mörgum á óvart þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi haustið 2013 um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, áður en skýrsla sem ríkisstjórnin hafði óskað eftir um málið frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var komin fram. Miklar umræður spunnust um málið á Alþingi og mótmælt var með reglulegum hætti á Austurvelli. Svo fór að lokum að tillagan sofnaði í utanríkismálanefnd og kom aldrei þaðan út til lokaafgreiðslu áður en þing fór í sumarfrí vorið 2014. Búast má við nýrri tillögu frá utanríkisráðherra innan fárra daga eða vikna. „Ég geri ekki ráð fyrir að tillögugreinin sem slík verði eitthvað öðruvísi en hún var síðast. Rökstuðningur er annar væntanlega, greinargerðin eða eitthvað slíkt, því það hefur margt gerst frá því síðasta tillaga kom fram. Nú er skýrslan búin að liggja frammi í heilt ár. Þannig að það er hægt að kynna sér hana. Það eru miklar breytingar innan Evrópusambandsins og varðandi þau mál öll sömul. Þannig að það er eitthvað sem við verðum að taka tillit til við gerð nýrrar tillögu að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Bragi. Stærsta málið í væntanlegri tillögu sé að slíta aðildarviðræðunum með formlegum hætti. „En við munum að sjálfsögðu gera ráð fyrir í samræmi við stjórnarsáttmálann líka, að lofa því að á okkar vakt verður ekki farið í slíkt verkefni nema spyrja þjóðina. Og það er það sem þessir flokkar komu sér saman um varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar samið var um stjórnarsamstarfið um að slík atkvæðagreiðsla færi fram,“ segir utanríkisráðherra. Gunnar Bragi segir margt hafa breyst í Evrópusambandinu frá því Norðmenn sóttu síðast um og höfnuðu aðildarsamningi, sem í raun hafi verið fríverslunarsamningur, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í dag sé ekki hægt að kíkja í pakkann. „Nú er komið ákveðið ferli sem menn verða að fara í gegnum Það er líka alveg ljóst að ef þessi ríkisstjórn yrði neydd til að halda áfram þessum viðræðum myndum við ekki fylgja sömu aðferðafræði og tillögum og fyrrverandi ríkisstjórn lagði af stað með. Við yrðum að fara fram með nýja þingsályktunartillögu, ný samningsmarkmið og allt slíkt. Sem þýðir að sjálfsögðu að það er rétt sem forsætisráðherra sagði að þessi vinna sem búið er að vinna núna er einskis virði ef það kæmi upp slík staða. Menn yrðu að byrja upp á nýtt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Utanríkisráðherra gerir ekki ráð fyrir að væntanleg tillaga hans um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði öðruvísi en fyrri tillaga, en röksemdir í greinargerð verði væntanlega aðrar. Hins vegar verði staðið við þá stefnu stjórnarflokkanna að viðræður verði ekki teknar upp að nýju án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom mörgum á óvart þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi haustið 2013 um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, áður en skýrsla sem ríkisstjórnin hafði óskað eftir um málið frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var komin fram. Miklar umræður spunnust um málið á Alþingi og mótmælt var með reglulegum hætti á Austurvelli. Svo fór að lokum að tillagan sofnaði í utanríkismálanefnd og kom aldrei þaðan út til lokaafgreiðslu áður en þing fór í sumarfrí vorið 2014. Búast má við nýrri tillögu frá utanríkisráðherra innan fárra daga eða vikna. „Ég geri ekki ráð fyrir að tillögugreinin sem slík verði eitthvað öðruvísi en hún var síðast. Rökstuðningur er annar væntanlega, greinargerðin eða eitthvað slíkt, því það hefur margt gerst frá því síðasta tillaga kom fram. Nú er skýrslan búin að liggja frammi í heilt ár. Þannig að það er hægt að kynna sér hana. Það eru miklar breytingar innan Evrópusambandsins og varðandi þau mál öll sömul. Þannig að það er eitthvað sem við verðum að taka tillit til við gerð nýrrar tillögu að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Bragi. Stærsta málið í væntanlegri tillögu sé að slíta aðildarviðræðunum með formlegum hætti. „En við munum að sjálfsögðu gera ráð fyrir í samræmi við stjórnarsáttmálann líka, að lofa því að á okkar vakt verður ekki farið í slíkt verkefni nema spyrja þjóðina. Og það er það sem þessir flokkar komu sér saman um varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar samið var um stjórnarsamstarfið um að slík atkvæðagreiðsla færi fram,“ segir utanríkisráðherra. Gunnar Bragi segir margt hafa breyst í Evrópusambandinu frá því Norðmenn sóttu síðast um og höfnuðu aðildarsamningi, sem í raun hafi verið fríverslunarsamningur, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í dag sé ekki hægt að kíkja í pakkann. „Nú er komið ákveðið ferli sem menn verða að fara í gegnum Það er líka alveg ljóst að ef þessi ríkisstjórn yrði neydd til að halda áfram þessum viðræðum myndum við ekki fylgja sömu aðferðafræði og tillögum og fyrrverandi ríkisstjórn lagði af stað með. Við yrðum að fara fram með nýja þingsályktunartillögu, ný samningsmarkmið og allt slíkt. Sem þýðir að sjálfsögðu að það er rétt sem forsætisráðherra sagði að þessi vinna sem búið er að vinna núna er einskis virði ef það kæmi upp slík staða. Menn yrðu að byrja upp á nýtt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira