Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2015 18:45 Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. Þá segir hann forstjóra Samgöngustofu sömuleiðis vanhæfan til að fjalla um málið. „Við vorum bara reknir. Áhættumatsnefndin okkar var leyst upp,“ segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, einn nefndarmanna áhættumatshópsins. Hann er þjálfunarflugstjóri Mýflugs og var að koma úr sjúkraflugi frá Þórshöfn á Langanesi í morgun þegar Stöð 2 ræddi við hann á Reykjavíkurflugvelli. Niðurstaða áhættumatsins sem stefndi í innan hópsins um braut 06/24, svokallaða neyðarbraut, var þessi, að sögn Þorkels: „Að niðurlagning þessarar flugbrautar var óásættanleg vegna aukinnar áhættu.” Ráðamenn Isavia hafa útskýrt sína hlið meðal annars með því að gamli áhættumatshópurinn hafi véfengt ný mæligögn, viljað byggja á gömlum og úreltum veðurupplýsingum, einnig huglægu mati, - auk þess séu þetta hagsmunaaðilar. „Við erum ekkert endilega að hafna þessum gögnum og útreikningum Eflu. Við viljum bara sjá vinnuna kláraða og hefðum verið tilbúnir að taka þátt í því. En það þóknaðist ekki Isavia, því miður,” svarar Þorkell. En er eðlilegt að svona vinnuhópur sé skipaður fulltrúum hagsmunaaðila, eins og Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslu, einkaflugs og sjúkraflugs? „Það erum við sem höfum reynsluna og við erum þeir sem erum ábyrgir fyrir því ef eitthvað kemur fyrir, í hliðarvindslendingu til dæmis. Hversvegna má ekki hlusta á okkur?” Verkfræðistofuna Eflu telur hann vanhæfa vegna tengsla forstjórans við Valsmenn. „Efla er eins vanhæf og hún getur verið til að koma að þessum útreikningum, - á svona viðkvæmu álitamáli. Það er alveg á hreinu, þetta er ekki hlutlaus aðili.” Þorkell segist ekki treysta Isavia. „Því miður, þá geri ég það ekki. Það er greinilega mjög sterkur undirliggjandi pólitískur vilji til þess að vinna gegn þessum flugvelli. Hann kemur mjög sterkt í gegnum Isavia. Og við höfum fundið svo átakanlega fyrir því í gegnum þessa vinnu í áhættumatsnefndinni. Þessu fyrirtæki, Isavia, er stjórnað af manni sem er klár og einbeittur flugvallarandstæðingur. Það sést í öllum hans gerðum.” Hann kveðst heldur ekki treysta forstjóra Samgöngustofu, sem nú fjallar um málið. „Forstjóri Samgöngustofu, fyrrverandi borgarstjóri, er alveg klár flugvallarandstæðingur líka, og mig langar bara að fá einhverja tryggingu fyrir því að samskonar meðvirkni eigi sér ekki stað innandyra þar líka.” -Ertu þá að segja að forstjóri Samgöngustofu sé hugsanlega vanhæfur? „Já, ég er að segja það. Hann er það klárlega að mínu mati.”Isavia hafnaði boði fréttastofu í dag um viðtal um ástæður þess að áhættumatshópurinn var lagður niður. Talsmaður Isavia vill þó hnykkja á því, sem áður hefur komið fram í yfirlýsingu Isavia, að ósamræmi hafi verið komið upp milli nákvæmra mæligagna og huglægs mats og að hagsmunaaðilar hafi véfengt ný ítarleg gögn. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að endurtaka áhættumatið með sérfræðingum Isavia. Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. Þá segir hann forstjóra Samgöngustofu sömuleiðis vanhæfan til að fjalla um málið. „Við vorum bara reknir. Áhættumatsnefndin okkar var leyst upp,“ segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, einn nefndarmanna áhættumatshópsins. Hann er þjálfunarflugstjóri Mýflugs og var að koma úr sjúkraflugi frá Þórshöfn á Langanesi í morgun þegar Stöð 2 ræddi við hann á Reykjavíkurflugvelli. Niðurstaða áhættumatsins sem stefndi í innan hópsins um braut 06/24, svokallaða neyðarbraut, var þessi, að sögn Þorkels: „Að niðurlagning þessarar flugbrautar var óásættanleg vegna aukinnar áhættu.” Ráðamenn Isavia hafa útskýrt sína hlið meðal annars með því að gamli áhættumatshópurinn hafi véfengt ný mæligögn, viljað byggja á gömlum og úreltum veðurupplýsingum, einnig huglægu mati, - auk þess séu þetta hagsmunaaðilar. „Við erum ekkert endilega að hafna þessum gögnum og útreikningum Eflu. Við viljum bara sjá vinnuna kláraða og hefðum verið tilbúnir að taka þátt í því. En það þóknaðist ekki Isavia, því miður,” svarar Þorkell. En er eðlilegt að svona vinnuhópur sé skipaður fulltrúum hagsmunaaðila, eins og Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslu, einkaflugs og sjúkraflugs? „Það erum við sem höfum reynsluna og við erum þeir sem erum ábyrgir fyrir því ef eitthvað kemur fyrir, í hliðarvindslendingu til dæmis. Hversvegna má ekki hlusta á okkur?” Verkfræðistofuna Eflu telur hann vanhæfa vegna tengsla forstjórans við Valsmenn. „Efla er eins vanhæf og hún getur verið til að koma að þessum útreikningum, - á svona viðkvæmu álitamáli. Það er alveg á hreinu, þetta er ekki hlutlaus aðili.” Þorkell segist ekki treysta Isavia. „Því miður, þá geri ég það ekki. Það er greinilega mjög sterkur undirliggjandi pólitískur vilji til þess að vinna gegn þessum flugvelli. Hann kemur mjög sterkt í gegnum Isavia. Og við höfum fundið svo átakanlega fyrir því í gegnum þessa vinnu í áhættumatsnefndinni. Þessu fyrirtæki, Isavia, er stjórnað af manni sem er klár og einbeittur flugvallarandstæðingur. Það sést í öllum hans gerðum.” Hann kveðst heldur ekki treysta forstjóra Samgöngustofu, sem nú fjallar um málið. „Forstjóri Samgöngustofu, fyrrverandi borgarstjóri, er alveg klár flugvallarandstæðingur líka, og mig langar bara að fá einhverja tryggingu fyrir því að samskonar meðvirkni eigi sér ekki stað innandyra þar líka.” -Ertu þá að segja að forstjóri Samgöngustofu sé hugsanlega vanhæfur? „Já, ég er að segja það. Hann er það klárlega að mínu mati.”Isavia hafnaði boði fréttastofu í dag um viðtal um ástæður þess að áhættumatshópurinn var lagður niður. Talsmaður Isavia vill þó hnykkja á því, sem áður hefur komið fram í yfirlýsingu Isavia, að ósamræmi hafi verið komið upp milli nákvæmra mæligagna og huglægs mats og að hagsmunaaðilar hafi véfengt ný ítarleg gögn. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að endurtaka áhættumatið með sérfræðingum Isavia.
Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29