Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2015 19:00 Garðar Sigurvaldason, flugstjóri á sjúkraflugvél Mýflugs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira