Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2015 19:00 Garðar Sigurvaldason, flugstjóri á sjúkraflugvél Mýflugs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira