Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2015 12:42 Reykjavíkurflugvöllur. Minnsta flugbraut vallarins, sem deilt er um, sést á miðri mynd. Vísir/Pjetur Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“ Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“
Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30