Erlent

Rithöfundurinn Colleen McCullough látinn

Atli Ísleifsson skrifar
McCullough skrifaði alls 25 skáldsögur á starfsferli sínum.
McCullough skrifaði alls 25 skáldsögur á starfsferli sínum. Vísir/AP
Colleen McCullough, höfundur metsölubókarinnar Þyrnifuglarnir, er látin, 77 ára að aldri.

Hin ástralska McCullough lést á eyjunni Norfolk, áströlsku sjálfstjórnarsvæði austur af Ástralíu, fyrr í dag.

McCullough hafði glímt við ýmis veikindi síðustu árin en hélt þrátt fyrir það áfram að skrifa bækur.

McCullough skrifaði alls 25 skáldsögur á starfsferli sínum. Bók hennar, Þyrnifuglarnir, kom út árið 1977 og seldist í bílförmum víða um heim.

Bókin fjallaði um forboðna ást ungrar konu og prests í áströlsku óbyggðunum. Sjónvarpsþáttaröð byggð á bókinni fór svo í sýningu árið 1983 með þeim Richard Chamberlain og Rachel Ward í aðalhlutverkum.

Síðasta bók hennar, Bittersweet, kom út árið 2013.

Shona Martyn, talsmaður útgáfufyrirtækisins Harper Collins, segir McCullough vera einn fyrsta ástralska rithöfundinn til að ná árangri á alþjóðavettvangi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×