Leitin að Boumeddiene heldur áfram Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 17:57 Umfangsmikil leit er nú gerð að Boumeddiene. Vísir/AFP Eftir þriggja daga upplausnarástand í París, þar sem 17 voru drepnir í hryðjuverkaárás og tveimur gíslatökum, eru frönsk yfirvöld enn að leita að fyrrverandi unnustu eins af gíslatökumönnunum sem féllu í aðgerðum lögreglu í París í gær. Konan, sem er fædd árið 1988, heitir Hayat Boumeddiene og er grunuð um aðild að árás sem gerð var á fimmtudag þar sem lögreglukona lét lífið. Hayat Boumeddiene, sem lögreglan segir að sé vopnuð og hættuleg, er fyrrverandi kærasta Amedy Coulibaly, mannsins sem tók fjölda einstaklinga gíslingu í matvöruverslun í París á föstudag. Coulibaly banaði fjóra viðskiptavini verslunarinnar þegar hann réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum, samkvæmt saksóknaraembætti í París.Í sambandi við bræðurna Boumeddiene er 26 ára gömul og ein sjö systkina. Móðir hennar lést árið 1994, þegar Boumeddiene var sex ára gömul, og var hún sett í fóstur ásamt nokkrum systkina sinna þar sem faðir hennar gat ekki séð fyrir þeim. Hún var gift Coulibaly árið 2009 í trúarathöfn þar sem hún sjálf var ekki viðstödd en athöfnin er ekki viðurkennd samkvæmt frönskum lögum. Hún bjó með honum í Bagneux, úthverfi Parísar. Þar bjó hún á meðan Coulibaly var í fangelsi en honum var sleppt á síðasta ári.Sjá einnig: Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Saksóknari í París, François Molins, segir að Boumeddiene hafi verið í miklu sambandi við eiginkonu Cherif Kouachi, annars bræðranna sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á skrifstofur vikublaðsins Charlie Hebdo á miðvikudag. Bræðurnir féllu í aðgerðum lögreglu í gær en þeir voru þá búnir að taka gísla í prentsmiðju í Dammartin-en-Goële. Molins segir að þær hafi talað saman yfir 500 sinnum í síma á síðasta ári. Guardian segir einnig frá því að Boumeddiene hafi varið með Coulibaly og Kouachi í heimsóknir til Djamel Beghal, sem er róttækur predikari sem situr nú í stofufangelsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir hryðjuverk. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal. Boumeddiene er strangtrúaður múslími og var, að sögn Le Parisien, sagt upp störfum í matvöruverslun eftir að hafa farið fram á að klæðast niqab, sem hylur andlitið. Le Monde hefur birt myndir af henni frá árinu 2010 þar sem hún klæðist niqab og mundar lásboga.Birtu nöfn hinna látnu CRIF, sem eru samtök gyðinga í Frakklandi, upplýstu um nöfn fórnarlamba Coulibaly í dag, en þau voru öll gyðingar. Þau hétu Yoav Hattab, Philippe Braham, Yohan Cohen og François-Michel Saada. Samtökin fordæmdi líka árásina. „Þessir frönsku ríkisborgarar voru drepnir köldu blóði, af því að þau voru gyðingar,“ segir í yfirlýsingu CRIF.Sjá einnig: Blaðamenn ræddu við árásarmennina Þrátt fyrir að aðgerðum í París sé ekki enn lokið hafa tugþúsundir manna safnast saman víða um landið á samstöðufundum. Slíkir fundir hafa farið fram í Nice, Orleans og Caen í dag en fjölmennasti fundurinn fór líklega fram í París þar sem um 30 þúsund komu saman til að minnast hinna látnu. Boðað hefur verið til samstöðufundar á morgun í París og hafa David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, öll boðað komu sína. Charlie Hebdo Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Eftir þriggja daga upplausnarástand í París, þar sem 17 voru drepnir í hryðjuverkaárás og tveimur gíslatökum, eru frönsk yfirvöld enn að leita að fyrrverandi unnustu eins af gíslatökumönnunum sem féllu í aðgerðum lögreglu í París í gær. Konan, sem er fædd árið 1988, heitir Hayat Boumeddiene og er grunuð um aðild að árás sem gerð var á fimmtudag þar sem lögreglukona lét lífið. Hayat Boumeddiene, sem lögreglan segir að sé vopnuð og hættuleg, er fyrrverandi kærasta Amedy Coulibaly, mannsins sem tók fjölda einstaklinga gíslingu í matvöruverslun í París á föstudag. Coulibaly banaði fjóra viðskiptavini verslunarinnar þegar hann réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum, samkvæmt saksóknaraembætti í París.Í sambandi við bræðurna Boumeddiene er 26 ára gömul og ein sjö systkina. Móðir hennar lést árið 1994, þegar Boumeddiene var sex ára gömul, og var hún sett í fóstur ásamt nokkrum systkina sinna þar sem faðir hennar gat ekki séð fyrir þeim. Hún var gift Coulibaly árið 2009 í trúarathöfn þar sem hún sjálf var ekki viðstödd en athöfnin er ekki viðurkennd samkvæmt frönskum lögum. Hún bjó með honum í Bagneux, úthverfi Parísar. Þar bjó hún á meðan Coulibaly var í fangelsi en honum var sleppt á síðasta ári.Sjá einnig: Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Saksóknari í París, François Molins, segir að Boumeddiene hafi verið í miklu sambandi við eiginkonu Cherif Kouachi, annars bræðranna sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á skrifstofur vikublaðsins Charlie Hebdo á miðvikudag. Bræðurnir féllu í aðgerðum lögreglu í gær en þeir voru þá búnir að taka gísla í prentsmiðju í Dammartin-en-Goële. Molins segir að þær hafi talað saman yfir 500 sinnum í síma á síðasta ári. Guardian segir einnig frá því að Boumeddiene hafi varið með Coulibaly og Kouachi í heimsóknir til Djamel Beghal, sem er róttækur predikari sem situr nú í stofufangelsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir hryðjuverk. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal. Boumeddiene er strangtrúaður múslími og var, að sögn Le Parisien, sagt upp störfum í matvöruverslun eftir að hafa farið fram á að klæðast niqab, sem hylur andlitið. Le Monde hefur birt myndir af henni frá árinu 2010 þar sem hún klæðist niqab og mundar lásboga.Birtu nöfn hinna látnu CRIF, sem eru samtök gyðinga í Frakklandi, upplýstu um nöfn fórnarlamba Coulibaly í dag, en þau voru öll gyðingar. Þau hétu Yoav Hattab, Philippe Braham, Yohan Cohen og François-Michel Saada. Samtökin fordæmdi líka árásina. „Þessir frönsku ríkisborgarar voru drepnir köldu blóði, af því að þau voru gyðingar,“ segir í yfirlýsingu CRIF.Sjá einnig: Blaðamenn ræddu við árásarmennina Þrátt fyrir að aðgerðum í París sé ekki enn lokið hafa tugþúsundir manna safnast saman víða um landið á samstöðufundum. Slíkir fundir hafa farið fram í Nice, Orleans og Caen í dag en fjölmennasti fundurinn fór líklega fram í París þar sem um 30 þúsund komu saman til að minnast hinna látnu. Boðað hefur verið til samstöðufundar á morgun í París og hafa David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, öll boðað komu sína.
Charlie Hebdo Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira