Talið að um 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:29 Áætlað er að rúmlega 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð hér á landi. Þá telur lögreglan að AK-47 hríðskotabyssur hafi verið fluttar hingað til lands með rússneskum togurum. Lögreglumenn vilja alls ekki bera skotvopn daglega og deila þeirri skoðun með borgurum landsins. En það þarf að gæta þess að í neyðartilfellum sé aðgengi að skotvopnum tryggt á þann hátt að það henti sem best hagsmunum lögreglumanna og borgaranna. Þetta segir Runólfur Þórhallsson lögreglumaður í nýlegri grein í Lögreglublaðinu. Runólfur fjallar um þann mikla fjölda óskráðra vopna sem eru í umferð hér á landi og segir: „Á Íslandi eru um 73 þúsund skráð vopn. Talið er að nokkrir tugir þúsunda vopna séu óskráð. Upplýsingar hafa ítrekað borist lögreglu að með rússatogurum hafi borist hingað til lands vélbyssur m.a. AK47, sem er mun stærra vopn en MP5.“ AK47 er sama tegund af riffli og bræðurnir Said og Cherif Kouachi þegar þeir myrtu tólf á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudag. Greinin Runólfs var þó skrifuð talsvert fyrir atburðina í París en tilefnið var umræða um skotvopnaeign lögreglu fyrr í haust. Sem kunnugt er var tekin ákvörðun um að skila alls 250 MP5 hríðskotabyssum til norska hersins þegar gerð var krafa um að greitt væri fyrir byssurnar en Landhelgisgæslan hafði litið á þær sem gjöf frá Norðmönnum. Alls áttu 150 byssur af þessum 250 að fara til lögreglunnar. Runólfur fékk upplýsingar um smygl á AK47 vélbyssunum í tengslum við rannsóknir á viðskiptum rússneskra togarasjómanna við Íslendinga fyrir rúmum áratug. Runólfur baðst undan viðtali en sagði að innan lögreglu teldu menn að óskráð vopn í umferð gætu verið um 30 þúsund. Þetta væri hins vegar áætlað og ekki staðfest tala. Í greinnni segir Runólfur: „Það vill enginn hér á landi að lögregla beri vopn, hvorki lögreglumenn né borgarinn. Það er hins vegar ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta. Lögreglumönnum ber lagaleg skylda til að vernda borgarana. Til þess að geta sinnt því hlutverki verða þeir að geta varið sig gagnvart vopnuðum afbrotamönnum og andlega veikum einstaklingum.“ Tengdar fréttir Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00 Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30 Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17 Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37 Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00 Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56 Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Áætlað er að rúmlega 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð hér á landi. Þá telur lögreglan að AK-47 hríðskotabyssur hafi verið fluttar hingað til lands með rússneskum togurum. Lögreglumenn vilja alls ekki bera skotvopn daglega og deila þeirri skoðun með borgurum landsins. En það þarf að gæta þess að í neyðartilfellum sé aðgengi að skotvopnum tryggt á þann hátt að það henti sem best hagsmunum lögreglumanna og borgaranna. Þetta segir Runólfur Þórhallsson lögreglumaður í nýlegri grein í Lögreglublaðinu. Runólfur fjallar um þann mikla fjölda óskráðra vopna sem eru í umferð hér á landi og segir: „Á Íslandi eru um 73 þúsund skráð vopn. Talið er að nokkrir tugir þúsunda vopna séu óskráð. Upplýsingar hafa ítrekað borist lögreglu að með rússatogurum hafi borist hingað til lands vélbyssur m.a. AK47, sem er mun stærra vopn en MP5.“ AK47 er sama tegund af riffli og bræðurnir Said og Cherif Kouachi þegar þeir myrtu tólf á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudag. Greinin Runólfs var þó skrifuð talsvert fyrir atburðina í París en tilefnið var umræða um skotvopnaeign lögreglu fyrr í haust. Sem kunnugt er var tekin ákvörðun um að skila alls 250 MP5 hríðskotabyssum til norska hersins þegar gerð var krafa um að greitt væri fyrir byssurnar en Landhelgisgæslan hafði litið á þær sem gjöf frá Norðmönnum. Alls áttu 150 byssur af þessum 250 að fara til lögreglunnar. Runólfur fékk upplýsingar um smygl á AK47 vélbyssunum í tengslum við rannsóknir á viðskiptum rússneskra togarasjómanna við Íslendinga fyrir rúmum áratug. Runólfur baðst undan viðtali en sagði að innan lögreglu teldu menn að óskráð vopn í umferð gætu verið um 30 þúsund. Þetta væri hins vegar áætlað og ekki staðfest tala. Í greinnni segir Runólfur: „Það vill enginn hér á landi að lögregla beri vopn, hvorki lögreglumenn né borgarinn. Það er hins vegar ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta. Lögreglumönnum ber lagaleg skylda til að vernda borgarana. Til þess að geta sinnt því hlutverki verða þeir að geta varið sig gagnvart vopnuðum afbrotamönnum og andlega veikum einstaklingum.“
Tengdar fréttir Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00 Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30 Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17 Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37 Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00 Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56 Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00
Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30
Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17
Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37
Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00
Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56
Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13