Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira