Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar 5. nóvember 2014 08:00 Forstjóri Landhelgisgæslunnar mætti ásamt fylgdarliði og svaraði öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis spurningum um vopnamálið. Fréttablaðið/GVA Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“ Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira