Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar 5. nóvember 2014 08:00 Forstjóri Landhelgisgæslunnar mætti ásamt fylgdarliði og svaraði öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis spurningum um vopnamálið. Fréttablaðið/GVA Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira