Enski boltinn

Hjörvar við Gumma Ben: Ekki haga þér eins og fimm ára krakki | Sjáðu rifrildið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Joe Hart, markvörður Manchester City, missti af fyrirgjöf þegar Steven Naismith tryggði Everton stig í leik liðanna um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni.

Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur í Messunni, vildi meina að Joe Hart hefði gert mistök þarna en Hjörvar var því ekki sammála.

Sjá einnig:Messan: Gylfi rétti maðurinn fyrir meistara Man. City? | Myndband 

Þeir félagarnir hnakkrifust um atvikið og var Hjörvari vægast sagt ekki skemmt þegar Gummi fór að draga frammistöðu David De Gea inn í málin. Hjörvar hefur verið iðinn við að gagnrýna Spánverjann undanfarin misseri.

Hér fylgir textabrot úr rifrildinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

HH: „Ég er sammála því sem Joe Hart gerir þarna. Hann ræðst á atburðarrásina þarna í staðinn fyrir að standa á línunni.“

GB: „En þetta eru mistök.“

HH: „Nei.“

GB: „Nei? Það er ekki séns fyrir hann að verja ef hann missir af boltanum. Ef hann hefði staðið á línunni hefði hann kannski átt möguleika að verja þetta.“

HH: „Leyfðu mér að tala. Ef hann hefði staðið á línunni  hefðu þið tveir sagt: „Hann átti ekki séns í þetta. Það var enginn að dekka manninn.“ Það sem hann gerir er að hann veður út í þetta.“

GB: „Þá verður hann að hitta boltann.“

HH: „Það verður að gefa Steven Naismith það að þetta er hugaður skalli.“

GB: „Af hverju ertu með varnarræðu fyrir Joe Hart?“

HH: „Ég er ekki með neina varnarræðu. Ef hann hefði staðið á línunni...“

GB: „Þá hefði hann kannski varið þetta.“

HH: „Nei, hann hefði aldrei varið þetta. Hann hefði aldrei varið þetta ef hann hefði staðið á línunni.“

GB: „Hann er að tapa tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni.“

HH: „Nei. Hann heldur þeim inn í leiknum þegar hann étur Lukaku í tvígang.“

GB: „Hann varði mjög vel í tvígang, en þeir töpuðu niður tveimur stigum.“

HH: „Fyrir sófaáhugamanninn sem situr heima og horfir á svona og horfir á markvörð sem stendur bara á línunni. Þeir hugsa alltaf með sér að þetta sé óverjandi.“

GB: „Þú ert ennþá svolítið súr yfir því að De Gea sé búinn að standa sig vel.“

HH: „Þetta snýst ekkert um það, Guð minn almáttugur. Ekki vera að haga þér eins og fimm ára krakki.“

GB: „Þú ert að skjóta á De Gea með þessu.“

HH: „Nei, ég er ekkert að skjóta á hann.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×