Manndráp í Breiðholti og Hvammstanga komin á borð ríkissaksóknara Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. janúar 2015 14:00 Stór mál komin á borð ríkissaksóknara. Manndrápið í Breiðholtinu þann 25. september síðastliðinn, þar sem kona lét lífið, er komið á borð ríkissaksóknara sem mun taka ákvörðun um hvort ástæða er til að gefa út ákæru. Þetta kemur fram í svari embættisins fyrirspurn Vísis. Greint hefur verið frá því að eiginmaður konunnar, 28 ára karlmaður, sé grunaður um að hafa orðið konunni að bana á heimili þeirra í Stelkshólum. Maðurinn hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og heldur því fram að konan hafi svipt sig lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var þrengt að öndunarvegi konunnar svo hún hlaut bana af. Samkvæmt heimildum fréttastofu var notast við einhvers konar band eða snæri við verknaðinn. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að maðurinn hafði samband við annan aðila sem lét lögreglu vita skömmu eftir miðnætti umrædda nótt. Við komu lögreglu á vettvang vaknaði strax grunur um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum. Börn hjónanna, tveggja og fimm ára, voru á heimilinu nóttina sem konan lést. Í kjölfarið voru börnin í umsjá barnaverndaryfirvalda sem komu þeim í vistun hjá vinafólki hjónanna. Ríkissaksóknari hefur einnig fengið inn á borð til sín meinta líkamsárás sem varð á Hvammstanga hinn 15. júní síðastliðinn. Maður að nafni Tomasz Grzegorz Krzeczkowski lést þremur dögum síðar. en banamein hans var þungt höfuðhögg, líklega eftir fall. Fjórir voru í fyrstu færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en tveimur fljótlega sleppt. Nokkru síðar var hinum tveimur, feðgum sem bjuggu í húsinu þar sem Grzegorz fannst, sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þeir sæta farbanni. Niðurstöðu ríkissaksóknara er varðar ákæru í hópnauðgunarmáli frá því í maí er að vænta á næstu vikum. Þar kærði ung stúlka fimm pilta fyrir nauðgun í heimahúsi. Málið hefur verið á borði saksóknara um nokkurra mánaða skeið en rannsókn lauk í júní. Tengdar fréttir Segir eiginkonu sína hafa svipt sig lífi Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag, heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu. 30. september 2014 07:00 Rannsókn á mannsláti í Breiðholti að mestu lokið Maðurinn hefur verið yfirheyrður þrisvar en beðið er eftir niðurstöðum úr geðmati. 10. október 2014 15:25 Dauðsfallið á Hvammstanga: Niðurstöður úr krufningu liggja fyrir Málið verður sent til saksóknara síðar í þessum mánuði. 5. september 2014 10:54 Handtekinn grunaður um líkamsárás Karlmaður og kona voru handtekin í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan fimm í nótt. Konan lét ófriðlega og er maðurinn grunaður um líkamsárás. Þá sem fyrir árásinni varð fór á slysadeild og er líklega nefbrotinn. Þau voru bæði vistuð í fangageymslur fyrir rannsókn máls. 5. október 2014 09:18 Hópnauðgun til saksóknara Rannsókn á hópnauðgun sem kærð var til lögreglu í maí er á lokastigi 26. júní 2014 00:01 Rannsókn á hópnauðguninni í Breiðholti lokið Málið er komið inn á borð ríkissaksóknara. 1. júlí 2014 13:35 Dauðsfallið á Hvammstanga: Staðfest að áverkarnir hlutust við fall Málið verður sent ríkissaksóknara í næstu viku. 12. september 2014 11:27 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Manndrápið í Breiðholtinu þann 25. september síðastliðinn, þar sem kona lét lífið, er komið á borð ríkissaksóknara sem mun taka ákvörðun um hvort ástæða er til að gefa út ákæru. Þetta kemur fram í svari embættisins fyrirspurn Vísis. Greint hefur verið frá því að eiginmaður konunnar, 28 ára karlmaður, sé grunaður um að hafa orðið konunni að bana á heimili þeirra í Stelkshólum. Maðurinn hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og heldur því fram að konan hafi svipt sig lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var þrengt að öndunarvegi konunnar svo hún hlaut bana af. Samkvæmt heimildum fréttastofu var notast við einhvers konar band eða snæri við verknaðinn. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að maðurinn hafði samband við annan aðila sem lét lögreglu vita skömmu eftir miðnætti umrædda nótt. Við komu lögreglu á vettvang vaknaði strax grunur um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum. Börn hjónanna, tveggja og fimm ára, voru á heimilinu nóttina sem konan lést. Í kjölfarið voru börnin í umsjá barnaverndaryfirvalda sem komu þeim í vistun hjá vinafólki hjónanna. Ríkissaksóknari hefur einnig fengið inn á borð til sín meinta líkamsárás sem varð á Hvammstanga hinn 15. júní síðastliðinn. Maður að nafni Tomasz Grzegorz Krzeczkowski lést þremur dögum síðar. en banamein hans var þungt höfuðhögg, líklega eftir fall. Fjórir voru í fyrstu færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en tveimur fljótlega sleppt. Nokkru síðar var hinum tveimur, feðgum sem bjuggu í húsinu þar sem Grzegorz fannst, sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þeir sæta farbanni. Niðurstöðu ríkissaksóknara er varðar ákæru í hópnauðgunarmáli frá því í maí er að vænta á næstu vikum. Þar kærði ung stúlka fimm pilta fyrir nauðgun í heimahúsi. Málið hefur verið á borði saksóknara um nokkurra mánaða skeið en rannsókn lauk í júní.
Tengdar fréttir Segir eiginkonu sína hafa svipt sig lífi Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag, heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu. 30. september 2014 07:00 Rannsókn á mannsláti í Breiðholti að mestu lokið Maðurinn hefur verið yfirheyrður þrisvar en beðið er eftir niðurstöðum úr geðmati. 10. október 2014 15:25 Dauðsfallið á Hvammstanga: Niðurstöður úr krufningu liggja fyrir Málið verður sent til saksóknara síðar í þessum mánuði. 5. september 2014 10:54 Handtekinn grunaður um líkamsárás Karlmaður og kona voru handtekin í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan fimm í nótt. Konan lét ófriðlega og er maðurinn grunaður um líkamsárás. Þá sem fyrir árásinni varð fór á slysadeild og er líklega nefbrotinn. Þau voru bæði vistuð í fangageymslur fyrir rannsókn máls. 5. október 2014 09:18 Hópnauðgun til saksóknara Rannsókn á hópnauðgun sem kærð var til lögreglu í maí er á lokastigi 26. júní 2014 00:01 Rannsókn á hópnauðguninni í Breiðholti lokið Málið er komið inn á borð ríkissaksóknara. 1. júlí 2014 13:35 Dauðsfallið á Hvammstanga: Staðfest að áverkarnir hlutust við fall Málið verður sent ríkissaksóknara í næstu viku. 12. september 2014 11:27 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Segir eiginkonu sína hafa svipt sig lífi Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag, heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu. 30. september 2014 07:00
Rannsókn á mannsláti í Breiðholti að mestu lokið Maðurinn hefur verið yfirheyrður þrisvar en beðið er eftir niðurstöðum úr geðmati. 10. október 2014 15:25
Dauðsfallið á Hvammstanga: Niðurstöður úr krufningu liggja fyrir Málið verður sent til saksóknara síðar í þessum mánuði. 5. september 2014 10:54
Handtekinn grunaður um líkamsárás Karlmaður og kona voru handtekin í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan fimm í nótt. Konan lét ófriðlega og er maðurinn grunaður um líkamsárás. Þá sem fyrir árásinni varð fór á slysadeild og er líklega nefbrotinn. Þau voru bæði vistuð í fangageymslur fyrir rannsókn máls. 5. október 2014 09:18
Hópnauðgun til saksóknara Rannsókn á hópnauðgun sem kærð var til lögreglu í maí er á lokastigi 26. júní 2014 00:01
Rannsókn á hópnauðguninni í Breiðholti lokið Málið er komið inn á borð ríkissaksóknara. 1. júlí 2014 13:35
Dauðsfallið á Hvammstanga: Staðfest að áverkarnir hlutust við fall Málið verður sent ríkissaksóknara í næstu viku. 12. september 2014 11:27