Innlent

Dauðsfallið á Hvammstanga: Staðfest að áverkarnir hlutust við fall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga. Vísir/Jón Sigurður
Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, reiknar með því að rannsókn lögreglu á meintri líkamsárás á Hvammstanga í júní, sem leiddi til dauðsfalls bæjarbúa, ljúki í næstu viku. Málið verður þá sent til ríkissaksóknara.

Réttarmeinafræðingur skilaði niðurstöðu úr krufningu til lögreglu um mánaðarmótin. Gunnar segir að niðurstöðurnar staðfesti bráðabirgðaniðurstöður þess efnis að Tomasz Krzeczkowsk hafi látist af völdum áverka á höfði sem hann hlaut við fall.

Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu þar sem Tomasz fannst látinn þann 18. júní, sæta farbanni.  

„Það er verið að leggja lokafrágang á málið,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann reiknar með því að málið verði sent ríkissaksóknara í næstu viku. Saksóknari mun svo taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu.


Tengdar fréttir

Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar

Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×