„Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2015 13:00 Ásmundur segist boðinn og búinn að funda með múslímum um starfsemi þeirra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við. Alþingi Trúmál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við.
Alþingi Trúmál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira