Innlent

Erindum til Leigjendaaðstoðarinnar hefur fjölgað gífurlega

Samúel Karl Ólason skrifar
"Algengast er að fyrirspurnir leigjenda snúi að viðhaldi og ástandi eignar, og svo uppsögn á leigusamningi.“
"Algengast er að fyrirspurnir leigjenda snúi að viðhaldi og ástandi eignar, og svo uppsögn á leigusamningi.“ Vísir/Vilhelm
Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna bárust 2.017 erindi árið 2014, sem er um 37,5% meira en árið áður. Leigjendur íbúðarhúsnæðis geta þar fengið upplýsingar um lagalega stöðu sína sé ágreiningur á milli leigjenda og leigusala. Í ársskýrslu aðstoðarinnar segir að erindin séu margvísleg og snúi í raun að öllu því sem upp geti komið við gerð og framkvæmd leigusamnings.

Þessa aukningu erinda rekur Leigjendaaðstoðin að miklu leyti til aukinnar vitundar um tilvist hennar. Hún hefur verið starfrækt frá árinu 2011.

„Algengast er að fyrirspurnir leigjenda snúi að viðhaldi og ástandi eignar, og svo uppsögn á leigusamningi, enda geta mörg vafamál risið í þeim efnum,“ segir í ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar.

Þar að auki er mikið spurt um tryggingar, eins og í hvaða formi þær eiga að vera? Hver sé munurinn á tryggingu og fyrirframgreiðslu og hvenær leigusali megi ganga í tryggingafé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×