Ágreiningur innan flokka orsakar ólgu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2015 07:00 Nýr forsætisráðherra tók við völdum í Ástralíu í gær í fimmta sinn á átta árum þegar Malcolm Turnbull sigraði fráfarandi forsætisráðherra, Tony Abbott, í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins. Boðað var til leiðtogakjörs í kjölfar átaka innan flokksins síðustu mánuði auk þess sem fylgi hefur minnkað. Turnbull hlaut 54 atkvæði í kjörinu en Abbott 44. Í þrjú af fimm skiptum sem skipt hefur verið um forsætisráðherra hefur ástæðan verið sú að leiðtogakjör hefur farið fram innan þess flokks sem fer með forsætisráðuneytið hverju sinni. Julia Gillard sigraði Kevin Rudd í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins áður en hann hefndi sín í næsta leiðtogakjöri. Lækkandi fylgistölur voru meginástæða leiðtogakjörs í bæði skipti. „Það er ótrúlegt að við höfum tvisvar sinnum séð forsætisráðherra hrökklast úr embætti á sínu fyrsta kjörtímabili. Þetta sýnir hversu mikil ólga er innan þessara stærstu flokka landsins,“ hefur fréttastofa Reuters eftir Rod Tiffen, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Sydney. Abbott bakaði sér óvinsældir samflokksmanna vegna skorts á samráði og bannaði meðal annars þingmönnum sínum að kjósa með frumvarpi um að samkynja pör mættu giftast. Í febrúar síðastliðnum náði hann að sigra Luke Simpkins, sem skoraði á hann í leiðtogakjöri, en nú laut hann í lægra haldi. „Þessi ríkisstjórn mun leggja áherslu á frelsi einstaklingsins og markaðarins,“ sagði Turnbull í gær. Áherslur hans eru sagðar frjálslyndari en fyrirrennarans. Hann er fylgjandi hjónavígslum samkynja para, stofnun ástralsks lýðveldis, aðskilnaði frá bresku krúnunni og hertum áherslum í umhverfismálum. Fjölmiðlar í Ástralíu varpa nú fram spurningunni hvort það dugi til að snúa við fylgi flokksins, sem mælist tíu prósentustigum lægra en hjá Verkamannaflokknum. Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu af Tony Abbott. 14. september 2015 14:54 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Nýr forsætisráðherra tók við völdum í Ástralíu í gær í fimmta sinn á átta árum þegar Malcolm Turnbull sigraði fráfarandi forsætisráðherra, Tony Abbott, í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins. Boðað var til leiðtogakjörs í kjölfar átaka innan flokksins síðustu mánuði auk þess sem fylgi hefur minnkað. Turnbull hlaut 54 atkvæði í kjörinu en Abbott 44. Í þrjú af fimm skiptum sem skipt hefur verið um forsætisráðherra hefur ástæðan verið sú að leiðtogakjör hefur farið fram innan þess flokks sem fer með forsætisráðuneytið hverju sinni. Julia Gillard sigraði Kevin Rudd í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins áður en hann hefndi sín í næsta leiðtogakjöri. Lækkandi fylgistölur voru meginástæða leiðtogakjörs í bæði skipti. „Það er ótrúlegt að við höfum tvisvar sinnum séð forsætisráðherra hrökklast úr embætti á sínu fyrsta kjörtímabili. Þetta sýnir hversu mikil ólga er innan þessara stærstu flokka landsins,“ hefur fréttastofa Reuters eftir Rod Tiffen, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Sydney. Abbott bakaði sér óvinsældir samflokksmanna vegna skorts á samráði og bannaði meðal annars þingmönnum sínum að kjósa með frumvarpi um að samkynja pör mættu giftast. Í febrúar síðastliðnum náði hann að sigra Luke Simpkins, sem skoraði á hann í leiðtogakjöri, en nú laut hann í lægra haldi. „Þessi ríkisstjórn mun leggja áherslu á frelsi einstaklingsins og markaðarins,“ sagði Turnbull í gær. Áherslur hans eru sagðar frjálslyndari en fyrirrennarans. Hann er fylgjandi hjónavígslum samkynja para, stofnun ástralsks lýðveldis, aðskilnaði frá bresku krúnunni og hertum áherslum í umhverfismálum. Fjölmiðlar í Ástralíu varpa nú fram spurningunni hvort það dugi til að snúa við fylgi flokksins, sem mælist tíu prósentustigum lægra en hjá Verkamannaflokknum.
Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu af Tony Abbott. 14. september 2015 14:54 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21
Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu af Tony Abbott. 14. september 2015 14:54
Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12