„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2015 19:52 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson. Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41
„Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21
„Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22