„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2015 19:52 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson. Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41
„Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21
„Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22