Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2015 15:04 Carlos Tévez fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira