Assad viðurkennir vanmátt hersins Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júlí 2015 12:00 Uppreisnarmenn keyra inn í borgina Idlib á skriðdreka í mars síðastliðnum. nordicphotos/afp Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkenndi í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri orðinn vanmáttugur vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisað hefur í Sýrlandi í rúm fjögur ár. Assad sagði í ræðu sinni að búnaður hersins vær viðunandi en að mikil mannekla stæði honum fyrir þrifum. Herinn, sem taldi áður um 300 þúsund hermenn, hefur minnkað verulega vegna dauðsfalla en einnig vegna þess fjölda sem gengur úr hernum og einstaklinga sem koma sér undan herkvaðningu. Um 70 þúsund manns hafa skorast undan herþjónustu og um 80 þúsund hermenn látist í átökum. Á laugardaginn lýsti Assad því yfir að uppgjafarhermenn og þeir sem sniðgengu herkvaðningu fengju friðhelgi og sakaruppgjöf.Bashar Al-Assadnordicphotos/AFPSýrlenski herinn hefur þurft að yfirgefa svæði í norðurhluta Sýrlands og fengu uppreisnarmenn m.a. borgina Idlib í hendur í mars. Assad sagði að eftirgjöfin hefði verið nauðsynleg þar sem hersins var þörf á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir skakkaföll hersins reyndi Assad að stappa stáli í þjóð sína. „Þetta þýðir ekki að við eigum að ræða hrun. Við munum spyrna við fótum. Herinn er hæfur til að verja móðurlandið.“ Herinn hefur verið á töluverðu undanhaldi síðustu mánuði en uppreisnarmenn hafa sótt á stjórnarherinn á nær öllum vígstöðvum. Í norðri hefur deild al-Kaída í Sýrlandi náð nokkrum landvinningum. Í suðri hefur uppreisnarher stjórnarandstöðunnar náð yfirráðum á stóru svæði og í austri hefur Íslamska ríkið lagt undir sig gríðarstór landsvæði. Assad gagnrýndi önnur ríki sem ýta undir starfsemi uppreisnarmanna en hann sagði stuðning þeirra grafa undan stöðugleika í Sýrlandi. Tyrkland, Katar og Sádi-Arabía hafa meðal annars stutt við bakið á uppreisnarmönnum. Átökin hafa kostað um 230 þúsund manns lífið og hrakið milljónir á flótta. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkenndi í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri orðinn vanmáttugur vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisað hefur í Sýrlandi í rúm fjögur ár. Assad sagði í ræðu sinni að búnaður hersins vær viðunandi en að mikil mannekla stæði honum fyrir þrifum. Herinn, sem taldi áður um 300 þúsund hermenn, hefur minnkað verulega vegna dauðsfalla en einnig vegna þess fjölda sem gengur úr hernum og einstaklinga sem koma sér undan herkvaðningu. Um 70 þúsund manns hafa skorast undan herþjónustu og um 80 þúsund hermenn látist í átökum. Á laugardaginn lýsti Assad því yfir að uppgjafarhermenn og þeir sem sniðgengu herkvaðningu fengju friðhelgi og sakaruppgjöf.Bashar Al-Assadnordicphotos/AFPSýrlenski herinn hefur þurft að yfirgefa svæði í norðurhluta Sýrlands og fengu uppreisnarmenn m.a. borgina Idlib í hendur í mars. Assad sagði að eftirgjöfin hefði verið nauðsynleg þar sem hersins var þörf á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir skakkaföll hersins reyndi Assad að stappa stáli í þjóð sína. „Þetta þýðir ekki að við eigum að ræða hrun. Við munum spyrna við fótum. Herinn er hæfur til að verja móðurlandið.“ Herinn hefur verið á töluverðu undanhaldi síðustu mánuði en uppreisnarmenn hafa sótt á stjórnarherinn á nær öllum vígstöðvum. Í norðri hefur deild al-Kaída í Sýrlandi náð nokkrum landvinningum. Í suðri hefur uppreisnarher stjórnarandstöðunnar náð yfirráðum á stóru svæði og í austri hefur Íslamska ríkið lagt undir sig gríðarstór landsvæði. Assad gagnrýndi önnur ríki sem ýta undir starfsemi uppreisnarmanna en hann sagði stuðning þeirra grafa undan stöðugleika í Sýrlandi. Tyrkland, Katar og Sádi-Arabía hafa meðal annars stutt við bakið á uppreisnarmönnum. Átökin hafa kostað um 230 þúsund manns lífið og hrakið milljónir á flótta.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira