Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2015 11:45 Komið hefur til átaka milli mótmælenda og tyrknesku lögreglunnar vegna fjöldahandtöku yfirvalda. Vísir/AFP Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23
Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00