Úlfar Hrafn Pálsson og Milos Jugovic skrifuðu í gær undir samninga við fyrstu deildarlið Grindavíkur í fótbolta. Úlfar Hrafn skrifaði undir eins árs samning, en Milos þriggja ára samning.
Úlfar Hrafn er uppalinn á Ásvöllum þar sem hann hefur spilað nánast allan sinn feril. Hann spilaði eitt sumar, sumarið 2012, með Val á Hlíðarenda þar sem hann spilaði fjórtán leiki í deild og bikar.
Milos Jugovic er 24 ára gamall, en hann spilaði sex leiki með Grindavík í fyrstu deildinni í fyrra. Hann spilaði einnig í Austurríki tímabilið 2012 til 2013.
Mynd af Úlfari má sjá hér að ofan, en undirskrift Milos er hér fyrir neðan.
