Eiður Smári: "Spilaði í sennilega besta liði sem sagan á“ | Myndband Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2015 16:00 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira