Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 20:45 Kevin De Bruyne fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira