Redknapp: Miðjumenn Arsenal gætu ekki tæklað kvöldmatinn sinn | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 09:45 Oliver Giroud, framherji Arsenal, sársvekktur í gærkvöldi. vísir/getty Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25