Erlent

Úsbekar kjósa sér forseta

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 77 ára Islam Karimov hefur stýrt Úsbekistan frá árinu 1989 þegar landið var enn hluti af Sovétríkjunum.
Hinn 77 ára Islam Karimov hefur stýrt Úsbekistan frá árinu 1989 þegar landið var enn hluti af Sovétríkjunum. Vísir/AFP
Forsetakosningar fara fram í Úsbekistan í dag. Talið er nær fullvíst að sitjandi forseti, Islam Karimov, muni sigra kosningarnar.

Í frétt BBC segir að þrír frambjóðendur til viðbótar séu í framboði, en að þeir séu allir fulltrúar flokka sem styðja Karimov.

Helstu stjórnarandstæðingar landsins eru ýmist í fangelsi eða búa erlendis, en óháðum er ekki heimilt að bjóða sig fram til forseta.

Að sögn kosninganefndar voru 85 prósent þjóðarinnar búin að greiða atkvæði þremur tímum áður en kjörstöðum var lokað.

Hinn 77 ára Karimov hefur stýrt Úsbekistan frá árinu 1989 þegar landið var enn hluti af Sovétríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×