Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt Breiðablik. Kristinn hefur þótt leika feykilega vel á þessari leiktíð og vann sér sæti í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Tékkum.
Kristinn er 25 ára gamall og hefur spilað 196 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Í þeim hefur hann skorað 13 mörk. Kristinn var á láni hjá IF Brommapojkarna á síðustu leiktíð.
Þetta eru klárlega gleðileg tíðindi fyrir Breiðablik sem mætir Víkingum á heimavelli sínum á morgun í 8. umferð Pepsi-deildar karla.
