Enski boltinn

Southampton sótti sigur á Old Trafford | Sjáið markið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Marki Tadic fagnað
Marki Tadic fagnað vísir/getty
Southampton lagði Manchester United 1-0 í síðasta leik 21. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar nú síðdegis. Dusan Tadic skoraði sigurmarkið á 69. mínútu.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og markalaust í hálfleik en hvorugt liðið átti skot á mark fyrstu 45 mínútur leiksins.

Lítið var að frétta í sóknarleik Manchester United þar til Southampton komst verðskuldað yfir á 69. mínútu með góðu skoti Tadic sem fylgdi eftir stangarskoti Graziano Pellé.

Southampton lyfti sér yfir Manchester United og í þriðja sæti deildarinnar en þetta var fyrsta tap Manchester United í ellefu leikjum í deildinni.

Southampton er með 39 stig eftir 21 umferð. Manchester United er í fjórða sæti með 37 stig.

Tadic brýtur ísinn:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×