Enski boltinn

Barton setti nýtt met í gulum spjöldum

Barton fær hér gult venju samkvæmt.
Barton fær hér gult venju samkvæmt. vísir/afp
Harðjaxlinn Joey Barton setti vafasamt met í leik Sunderland og QPR í gær.

Þá fékk hann gult spjald í sjöunda leiknum í röð. Það er met í ensku úrvalsdeildinni. Ciaran Clark frá Aston Villa og Cheick Tiote hjá Newcastle náðu báðir að fá gult sex leiki í röð.

Barton er búinn að fá gult í hverjum einasta leik QPR síðan 28. desember síðastliðinn.

Hinn grjótharði Barton er líklega bara nokkuð stoltur af nýja metinu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×