Enski boltinn

Southampton vann dramatískan sigur | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Defoe skorar fyrir Sunderland
Defoe skorar fyrir Sunderland vísir/getty
Southampton lagði QPR 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með marki á síðustu stundu.

Sadio Mané skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma og skaut Southampton upp í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðið er með 45 stig í 24 leikjum.

Á sama tíma skildu Swansea og Sunderland jöfn 1-1 á heimavelli Swansea.

Jermain Defoe kom Sunderland yfir þremur mínútum fyrir hálfleik með góðu skoti.

Sung-Yong Ki jafnaði metin á 66. mínútu og tryggði Swansea eitt stig.

Crystal Palace vann mikilvægan sigur á Leicester City 1-0. Joseph Ledley skoraði eina markið á tíundu mínútu seinni hálfleiks.

Palace er í 13. sæti deildairnnar með 26 stig, sex stigum frá fallsæti en Leicester er á botninum með 17 stig.

Defoe kemur Sunderland yfir: Ki jafnar metin: QPR - Southampton: Leicester - Crystal Palace:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×