Enski boltinn

Chelsea marði Aston Villa | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna marki Hazard
Leikmenn Chelsea fagna marki Hazard Vísir/Getty
Chelsea lagði Aston Villa 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Chelsea er komið með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Aston Villa tapaði 5-0 um síðustu helgi fyrir Arsenal og það voru rétt liðnar sjö mínútur þegar Eden Hazard kom Chelsea yfir og það fór um margan stuðningsmann Aston Villa.

Staðan var enn 1-0 í hálfleik en á þriðju mínútu seinni hálfleiks jafnaði Jore Okore metin. Fyrsta mark Aston Villa í deildinni frá því fyrir jól.

Chelsea hóf stórsókn eftir að Villa jafnaði og á 66. mínútu skilaði hún árangri. Branislav Ivanovic kom liðinu yfir með góðu vinstri fótar skoti.

Mikilvægur sigur hjá Chelsea en Aston Villa dregast neðar og neðar í fallbaráttunni þó leikur liðsins hafi verið betri í dag en í síðustu leikjum.

Hazard skorar fyrsta markið: Okore jafnar fyrir Aston Villa: Ivanovic kemur Chelsea yfir á ný:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×