Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 22:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum. Vísir/Völundur Jónsson Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39