Erlent

Argentínska ríkið óhult fyrir vogunarsjóðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Alejandro Vanoli, bankastjóri seðlabanka Argentínu, sagði málið fordæmisgefandi.
Alejandro Vanoli, bankastjóri seðlabanka Argentínu, sagði málið fordæmisgefandi. Vísir/AFP
Vogunarsjóðir geta ekki gengið að eignum argentíska seðlabankans í Bandaríkjunum. Dómstóll þar í landi hafði áður úrskurðað að sjóðunum væri heimilt að gagna að eignunum vegna ógreiddra skulda argentíska ríkisins.

Niðurstöður dómsins, sem kveðinn var upp í morgun, er sú að fyrri ákvörðun um að afnema friðhelgi seðlabankans gagnvart kröfum sem þessum hafi ekki stuðst við nein lög. Alejandro Vanoli, bankastjóri seðlabanka Argentínu, sagði málið fordæmisgefandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×