Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. október 2015 09:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með utanríkisráðherra sínum, Sergei Lavrov, og aðstoðarmanni, Júrí Úsjakov. Fréttablaðið/EPA Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira