Merson: Bestu möguleikar Liverpool á Meistaradeildarsæti liggja í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 09:30 James Milner var hvíldur í fyrsta Evrópudeildarleiknum. Vísir/EPA Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30
Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33