Pirlo: Tapið gegn Liverpool 2005 versta stund lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 11:00 Andrea Pirlo ætlar að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn. vísir/getty Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45
Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30